01.06.2006 21:57
Þrjátíu ár frá lokum þorskastríðs.





Þrjátíu ára útskriftarafmæli frá Stýrimskólanum í Rvk.
31.05.2006 18:41
Nilfisk í Kaupmannahöfn
Velgengni Íslendinga í gamla herraveldinu Danmörku er ekki eingöngu bundin við kaup á þekktum stórmörkuðum því að undanförnu hafa íslenskir tónlistarmenn verið að gera góða hluti þar í landi.
Það styttist í Hróarskelduhátíðina en þar mun Sigur Rós spila ásamt Bob Dylan og Franz Ferdinand og þá mun Mugison spila á fljótandi sviði í höfuðborginni á næstunni.
tók lagið Einn aðdáandi hljómsveitarinnar réð sér vart fyrir kæti og stökk upp á sviðið til að taka lagið með strákunum.
Stokkseyrarpiltarnir í hljómsveitinni Nilfisk fóru mikinn á tónleikum í Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu en strákarnir eru hvað þekktastir fyrir að hafa heillað Dave Grohl og félaga í Foo Fighters upp úr skónum. Spilaði hljómsveitin fyrir fullu húsi á færeyska staðnum Skarf í Kaupmannahöfn aðfararnótt laugardags. Stigu þeir á svið um miðnætti og spiluðu næstum stanslaust til klukkan fjögur.
Í góðu stuði. Strákarnir í Nilfisk héldu góðum dampi á tónleikum sínum á færeyska staðnum Skarf.fréttablaðið / photomar
Heimild: Fréttablaðið.
21.05.2006 10:18
Brimrót rokkar til vinstri á útitónleikum
Brimrót frá Stokks-Eyrarbakka skipa talið frá vinstri: Magnús Aldan Guðlaugsson, bassi, Dagur Gígja Ingólfsson, gítarog söngur, Guðmundur Einar Vilbergsson, gítar og Jökull Gígja Ingólfsson, trommur. Stefán Þorleifsson lengst til hægri afhendir sigurlaunin í hljómsveitakeppni Vor í Árborg í Hólmaröst þar sem Brimrót sigraði. Ljósm.: sudurland.is
Brimrót Spilar í Músíktilraunum
01.03.2006 21:02
Mars í suðvestri að kvöldi til í mars

Þegar dimmir að kvöldi er Satúrnus bjartasta reikistjarnan á himninum.
Hann er í krabbamerki, álíka bjartur og björtustu fastastjörnur og er á lofti til morguns.
Mars er kvöldstjarna, daufari en Satúrnus og
rauðleitari. Hann er í nautsmerki, vestar en Satúrnus, álíka bjartur og
Aldebaran, bjartasta fastastjarnan í merkinu.
Merkúríus gæti verið sýnilegur sem kvöldstjarna í byrjun mánaðar, 8
° yfir sjónbaug í vestsuðvestri við myrkur, en hann nálgast sól og dofnar ört.Júpíter kemur upp um eða eftir miðnætti og er á lofti til morguns. Hann er í vogarmerki
og kemst því ekki hátt á himin, en er miklu bjartari en aðrar
stjörnur.
Tákn Júpíters
22.02.2006 18:29
Reikistjörnurnar í febrúar
Reikistjörnurnar í febrúar
Af reikistjörnunum skína Satúrnus og Júpíter einna skærast. Merkúríus gægist upp yfir sjóndeildarhringinn síðla febrúar og Mars heldur áfram að dofna og minnka á himninum.
Merkúríus byrjar að sjást frá Íslandi í febrúar og verður milli 8-9° yfir sjónbaug í vest-suðvestri við myrkur frá 21. febrúar, séð frá Reykjavík. Birta hans nær mest um -0,5 þann 24. febrúar og fer síðan minnkandi. Um þetta leyti ætti að vera auðvelt að finna hann á himninum, þar sem hann er bjartari en nokkurt annað fyrirbæri á þessu svæði.
|
Um miðjan mánuðinn fer birtustig Mars niður í +0,5 og heldur hann áfram að dofna er jörðin fjarlægist hann. Lítið er á Mars að sjá enda komin niður í átta bogasekúndur að sýndarstærð. Hann líkist mjög Aldebaran, björtustu stjörnunni í Nautinu, á þessum tíma.
Satúrnus er á lofti alla nóttina í febrúar og gefst stjörnuáhugamönnum því gott tækifæri til þess að skoða hann vel og vandlega. Hann var í gagnstöðu við sól þann 27. janúar síðastliðinn og voru hringarnir þá sérstaklega bjartir og glæsilegir séðir í gegnum stjörnusjónauka.
Satúrnus er hátt á suðurhimni skömmu fyrir miðnætti í febrúar. Hann er í krabbamerki, örstutt frá stjörnuþyrpingunni M44. Í sjónauka með vítt sjónsvið njóta bæði reikistjarnan og þyrpingin sín mjög vel og er stórglæsileg á að líta.
Á Satúrnusi er margt að sjá. Í bæði litlum og stórum stjörnukíkjum ættu allir að sjá hringana greinilega, mögulega Cassini-geilina í hringunum, skýjabelti í lofthjúpnum og fáein tungl á sveimi umhverfis reikistjörnuna, til dæmis Títan, Teþýs, Enkeladus, Díónu og Reu.
Júpíter er morgunstjarna í febrúar, lágt í suðri þegar birta tekur. Hann kemur upp seint á næturnar (í kringum 04:00) en er engu að síður bjartur og áberandi í vogarmerkinu. Birtustig hans er í kringum -1,9 og er hann því bjartasta stjarnan sem sést frá Íslandi ef svo má segja.
Erfitt er að skoða Júpíter þegar hann er svona lágt á lofti. Í mars og apríl skánar þetta talsvert og því um að gera að nýta þær fáu stundir sem gefast þá til þess að skoða Júpíter. Hann mun ekki sjást almennilega aftur fyrr en eftir fáein ár frá Íslandi!
Tunglið í febrúar
|
Það getur verið ótrúlega skemmtilegt að skoða tunglið í gegnum stjörnusjónauka, sérstaklega ef þú hefur aldrei skoðað það áður. Besti tíminn til þess að skoða tunglið er þegar það er vaxandi eða minnkandi. Á þeim tíma er auðveldara að koma auga á fjöll og skugga í gígum á yfirborðinu því birtan er ekki eins mikil. Gott er að nota handsjónauka til þess að læra að þekkja stærstu kennileitin á yfirborðinu, svo sem stærstu gígana eða höfin.
Það getur verið sniðugt að nota tunglsíu með sjónauka til þess að draga úr birtu tunglsins og skerpa á smáatriðum á yfirborðinu. Við hvetjum alla til þess að skoða tunglið með stjörnusjónaukum enda er það ákaflega skemmtilegt.
Heimildir:
18.12.2005 17:49
Billetter til Stones koncert revet væk
Billetter til Stones koncert revet væk
18. dec. 2005 10.28 KulturI morges åbnede billetsalget til næste års koncert med Rolling Stones i Horsens. Flere tusinde havde trodset kulden og tilbragt natten udendørs på gågaden i Horsens for at købe billetter.
De, der valgte at gå i Fona efter billetter, kunne glæde sig over, at der ingen - eller næsten - ingen kø var, viser en rundringning, som Kanal 94, DR i Vejle, har lavet.
Seks timer tog det at sælge 75.000 billetter til koncerten på Horsens station 8. juni 2006. Dermed er koncerten med de aldrende rocklegender udsolgt, og fans uden billet må tilmelde sig den kommende kø for uafhentede billetter.
Flere af Fona-butikkernes ekspedienter roste billetlugen.dk. Billetlugen blev voldsomt kritiseret, da firmaet ikke kunne få sit edb-system til at fungere, da man for nylig siden solgte billetter til Robbie Williams. Men i dag ser det ud til at virke, siger ekspedienterne.
DR.dk
17.12.2005 02:33
BÍTLARNIR vilja 3 milljarða frá EMI




Apple Corps, félag í eigu Bítlanna, krefur EMI um 30 milljónir sterlingspunda í vangoldin höfundarlaun. Þetta eru tæplega 3.5 milljarðar íslenskra króna.
Ákveðið var að fara með málið fyrir dómsstóla í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir að rannsókn sýndi að Bítlarnir ættu inni höfundarlaun hjá EMI. Ekki gekk að semja við EMI um greiðslu vegna þessa og því er málið nú komið fyrir dóm.