Færslur: 2008 Október

17.10.2008 21:00

Hrútavinir gjöra kunnugt:

 

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi boðar til uppskeru- og réttarsamkomu miðvikudagskvöldið 24. september nk. kl. 20:00

í einu af félagsheimilum sinna manna í Veitingahúsinu

Hafinu bláa við Ölfusárósa.

 

Þakkað verðu gott og gjöfult sumar til lands og sveita og

fagnað upphafi vertíðar til sjávarins.

 

Á borðum verður rammíslensk kjötsúpa og

þjóðleg hausastappa úr þorskhausum.

 

Hljómsveit Hrútavina "Bændabandið" kemur fram með gestasöngvörum sem eru Karen Dröfn Hafþórsdóttir á Eyrarbakka

og Sigurður Torfi Guðmundsson á Selfossi.

 

Nýir meðlimir sem flutt hafa á Suðurlandið boðnir velkomnir að hætti Hrútavina svo sem "Maður orðsins" Guðbjartur Jónsson sem nýlega flutti til skáldabæjarins Hveragerðis vestan af fjörðum.

Þá verða orðuveitingar eins og ætíð á

 Hrútavinasamkomum og afhentar gjafir.

 

Sérstakir gestir á samkomunni verða Súluvinir frá Keflavík og Vestmannaeyjum en Hrútavinir og Súluvinir hafa á undanförnum árum átt gott og gleðiríkt mannlífs og menningarsamstarf.

 

13.10.2008 21:52

Myndir frá ÞingborgFleiri myndir í albúmi.
  • 1
Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 25462
Samtals gestir: 4857
Tölur uppfærðar: 30.3.2023 06:36:42
Site Meter