24.11.2007 23:55
Vinir að vestan

Friggi Jó,Raggi,Sigurrós.Gugga og Sigga komu í ánægjulega heimsókn sl. miðvikudagskvöld. Takk fyrir komuna.
05.11.2007 20:37
Reikistjörnurnar í nóvember
Nóvember
Mars er á næturhimninum, bjartur og áberandi. Hann kemur upp
snemma kvölds í norð-norðaustri og er á lofti fram í birtingu. Í lok
mánaðarins verður hann pólhverfur frá Reykjavík séð og er þá á lofti
allan sólarhringinn. Mars er enn í tvíburamerki. Satúrnus kemur upp
um miðnæturbil og er á lofti til morguns. Hann er í ljónsmerki, bjartari
en nokkur fastastjarna þar í grennd. Venus kemur upp í austri eða
aust-suðaustri síðla nætur og verður skærasta stjarnan á morgunhimninum.
Merkúríus verður líka morgunstjarna í mánuðinum. Dagana 4.
til 12. nóvember nær hann 8
° hæð yfir sjónbaug í suðaustri í birtingu íReykjavík. Birta hans fer vaxandi á því tímabili.
13.10.2007 18:00
Reikistjörnurnar í október
Október
Mars er enn eina reikistjarnan á næturhimninum. Hann kemur upp í
norð-norðaustri nokkru eftir að dimmt er orðið og er á lofti fram í birtingu.
Mars er í tvíburamerki, bjartari en nokkur fastastjarna ef Síríus
er undanskilin. Venus og Satúrnus eru morgunstjörnur á austurhimni.
Þær mætast 15. október , þá báðar í ljónsmerki. Venus er
miklu bjartari, enda skærasta stjarna himins.