25.08.2007 14:02

Reikistjörnurnar í september

September
Mars er eina reikistjarnan á næturhimninum. Hann kemur upp í
norð-norðaustri eftir að dimmt er orðið og er á lofti fram í birtingu.
Hann gengur úr nautsmerki í tvíburamerki og er bjartasta stjarnan á
þeim slóðum, auðþekktur af rauðgula litnum. Venus er morgunstjarna
austurhimni, skær og áberandi. Hún er lágt á lofti í byrjun mánaðar,
en hækkar ört um leið og hún fjarlægist sól. Satúrnus kemur fram undan
sól þegar líður á mánuðinn og verður líka morgunstjarna, nær sól en
Venus á himni og mun daufari. Satúrnus er í ljónsmerki.

26.07.2007 20:44

Fimmtug!




Þessi stelpa er fimmtug í dag.Til hamingju Magga!  Hún verður með afmælisfagnað fyrir vini og ættingja að Stað á Eyrarbakka laugardaginn 28 júlí kl. 19-23

27.04.2007 18:58

Melskurður

 27. apríl 2007


26.03.2007 22:00

Stjörnurnar í mars

Mars

Venus er kvöldstjarna á vesturhimni eftir sólarlag, skær og áberandi.
Eftir að hún sest er Satúrnus bjartastur reikistjarna. Hann er í ljónsmerki
og er á lofti allar myrkurstundir í Reykjavík. Hinn 29. mars
gengur hann bak við tunglið. Júpíter er morgunstjarna, lágt
á suðurhimni fyrir birtingu.

25.01.2007 18:11

Störnurnar

Janúar

Í byrjun mánaðar er Venus komin fram sem kvöldstjarna austan við

sól, lágt á lofti, en hækkar smám saman um leið og hún fjarlægist sól. Í

mánaðarlok hefur hún náð 11° hæð yfir sjónbaug í suðvestri við sólarlag

í Reykjavík. Satúrnus kemur upp snemma kvölds og er á lofti alla

nóttina. Hann er í ljónsmerki, bjartari en nokkur fastastjarna þar um

slóðir. Júpíter er morgunstjarna, lágt á lofti á suðurhimni fyrir birtingu

21.01.2007 17:53

Sumir fara á kaf..Sumir sleppa létt
Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1573
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 191238
Samtals gestir: 30498
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:00:57
Site Meter