06.12.2005 20:20

Gagnrýni?

Gagnrýni?

?Þetta er flott plata og þeir mega vera ánægðir með árangurinn. Strákarnir eru yfirhöfuð þéttir og hugmyndaríkir, skemmtilega melódískir án þess að verða teprulegir og þungir. Það er í raun undravert að hugsa til þess hvað þeir eru ungir, því tónlistin þeirra eru verulega útpæld. En það sem heyra má af flutningnum á plötunni, segir mér að þeir eru meira en meðalfærir - lagið Maybe I (nr. 6) segir allt sem segja þarf um tækni og hugmyndaauðgi í samleik. Textarnir á plötunni eru betri en ég bjóst við. Platan samsvarar sér vel og rýkur ekki úr einu í annað. Skemmtilegur samleikur á köflum og rödd sem margir vildu hafa í þessum geira. On Display (nr. 2) er td. einfaldlega mjög gott lag og ætti að duga til að gera þá stóra í rokklífinu hér á landi. Hið sama má segja um It?s fine (nr. 4) þar sem Jóhann minnir nokkuð á Morrissey á Smiths tímabilinu. Þá gladdi síðasti hlutinn í laginu I?m in love with my in-laws (nr. 8 ) mig verulega enda klassískt gítarsóló með flottum drungakafla og hausinn skaust upp og niður undir taktinum. Eftir einhver ár kemur síðan ?Best of? diskurinn þeirra og þá verður úr vöndu að ráða fyrir þá að finna lög sem rata ekki á slíkar plötur. Ég er bæði ánægður og spenntur fyrir þeirra hönd. Góða ferð inn í frægðina strákar!?

Sigmundur Sigurgeirsson (Útvarp Suðurlands)

Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 35
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 78687
Samtals gestir: 16736
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 22:25:17
Site Meter