Færslur: 2005 Nóvember
24.11.2005 15:56
Minnkandi tungl
Minnkandi tungl
Þann 16. nóvember síðastliðinn var fullt tungl. Við erum því á minnkandi tungli um þessar mundir og verðum fram til 1. desember. Þegar þessi grein er skrifuð, 21. nóvember 2005, er þriðji fasinn rúmlega hálfnaður. Myndin sem fylgir greininni er frá NASA og sýnir minnkandi tungl. Til er ágæt regla sem hjálpar okkar að þekkja tunglið, þ.e.a.s. vita hvenær það er vaxandi eða minnkandi, þegar við horfum á það á himni.
Með öðrum orðum, þegar ljósið er hægra megin og myrkrið vinstra megin, þá er tunglið vaxandi. Þegar ljósið er vinstra megin og myrkrið hægra megin þá er það minnkandi, sbr. á myndinni hér til hliðar sem sýnir minnkandi tungl.
Samkvæmt stjörnuspeki er talið að meiri vaxtarkraftur sé í náttúrunni á vaxandi tungli. Tímabil minnkandi tungls er talið innhverfara og betur fallið til ýmis konar hugleiðinga og vangaveltna. Við erum sem sagt á slíku tímabili þegar þessi orð eru rituð. Eftir 1. desember, en þá er aftur nýtt tungl, má búast við að meiri kraftur og "útsókn" færist yfir náttúru og mannlíf.
Heimild: MBL.
18.11.2005 16:19
Kalli í Holti sigraði með sænskum slagara og Jóhannes í Bónus annar
18. Nóvember 2005
Kalli í Holti sigraði með sænskum slagara og Jóhannes í Bónus annar
Karl Magnús Bjarnarson 18 ára nemi frá Holti í Stokkseyrarhreppi hinum
forna sigraði með sænskum slagara í söngkeppni Nemendafélags
Fjölbtrautaskóla Suðurlands síðastliðinn fimmtudag 10. nóvember og
haldin var í Iðu að viðstöddum rúmlega 600 manns.
Lagið var ?En midsommarsnatt dröm? sem upprunalega var flutt af Hakan Hellström.
Í öðru sæti var Jóhannes Erlingsson á Eyrarbakka sem oftast er kallaður af vinum og vandamönnum ?Jóhannes í Bónus? þar sem hann vinnur með skólagöngu.
Fjóla Dögg Sigurðardóttir var í þriðja sæti.
Karl verður því sendur fyrir hönd Fjölbrautaskólan Suðurlands á úrslitakeppni framhaldsskólanna.
Heimild: Sunnlenska fréttablaðið og Glugginn.
Kalli í Holti sigraði með sænskum slagara og Jóhannes í Bónus annar
Lagið var ?En midsommarsnatt dröm? sem upprunalega var flutt af Hakan Hellström.
Í öðru sæti var Jóhannes Erlingsson á Eyrarbakka sem oftast er kallaður af vinum og vandamönnum ?Jóhannes í Bónus? þar sem hann vinnur með skólagöngu.
Fjóla Dögg Sigurðardóttir var í þriðja sæti.
Karl verður því sendur fyrir hönd Fjölbrautaskólan Suðurlands á úrslitakeppni framhaldsskólanna.
Heimild: Sunnlenska fréttablaðið og Glugginn.
16.11.2005 21:21
Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF
Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF
Alls söfnuðust hundrað þúsund krónur til styrktar Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna á Rokkveislu sem nemendafélag Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu stóð fyrir um helgina. Nemendur vonast til þess
að söfnunarféð nýtist börnum í neyð víða um heim. Birgir Fannar
Reynisson, formaður nemendafélagsins, segir að skemmtunin hafi heppnast
vel en alls voru 13 hljómsveitir sem spiluðu á Rokkveislunni fyrir um
200 gesti. Hann segir skemmtunina hafa farið vel fram hann hefði þó
viljað sjá fleiri gesti. Nemendafélagið ákvað fyrr í haust að halda
tónleika til styrktar UNICEF og gefa 40% ágóðans til samtakanna. 60%
ágóðans rennur til nemendafélagsins.

- 1
Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1573
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 191261
Samtals gestir: 30499
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 09:22:33