05.11.2007 20:37

Reikistjörnurnar í nóvember

Nóvember

Mars er á næturhimninum, bjartur og áberandi. Hann kemur upp

snemma kvölds í norð-norðaustri og er á lofti fram í birtingu. Í lok

mánaðarins verður hann pólhverfur frá Reykjavík séð og er þá á lofti

allan sólarhringinn. Mars er enn í tvíburamerki. Satúrnus kemur upp

um miðnæturbil og er á lofti til morguns. Hann er í ljónsmerki, bjartari

en nokkur fastastjarna þar í grennd. Venus kemur upp í austri eða

aust-suðaustri síðla nætur og verður skærasta stjarnan á morgunhimninum.

Merkúríus verður líka morgunstjarna í mánuðinum. Dagana 4.

til 12. nóvember nær hann 8° hæð yfir sjónbaug í suðaustri í birtingu í

Reykjavík. Birta hans fer vaxandi á því tímabili.

Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 459
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 285303
Samtals gestir: 36504
Tölur uppfærðar: 13.9.2025 09:29:44
Site Meter