31.05.2006 18:41

Nilfisk í Kaupmannahöfn

Nilfisk í Kaupmannahöfn

Velgengni Íslendinga í gamla herraveldinu Danmörku er ekki eingöngu bundin við kaup á þekktum stórmörkuðum því að undanförnu hafa íslenskir tónlistarmenn verið að gera góða hluti þar í landi.

Það styttist í Hróarskelduhátíðina en þar mun Sigur Rós spila ásamt Bob Dylan og Franz Ferdinand og þá mun Mugison spila á fljótandi sviði í höfuðborginni á næstunni.


tók lagið Einn aðdáandi hljómsveitarinnar réð sér vart fyrir kæti og stökk upp á sviðið til að taka lagið með strákunum.

Stokkseyrarpiltarnir í hljómsveitinni Nilfisk fóru mikinn á tónleikum í Kaupmannahöfn ekki alls fyrir löngu en strákarnir eru hvað þekktastir fyrir að hafa heillað Dave Grohl og félaga í Foo Fighters upp úr skónum. Spilaði hljómsveitin fyrir fullu húsi á færeyska staðnum Skarf í Kaupmannahöfn aðfararnótt laugardags. Stigu þeir á svið um miðnætti og spiluðu næstum stanslaust til klukkan fjögur.




 

Í góðu stuði. Strákarnir í Nilfisk héldu góðum dampi á tónleikum sínum á færeyska staðnum Skarf.fréttablaðið / photomar

 

Heimild: Fréttablaðið.

Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 191614
Samtals gestir: 30527
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:44:45
Site Meter