01.03.2006 21:02
Mars í suðvestri að kvöldi til í mars

Þegar dimmir að kvöldi er Satúrnus bjartasta reikistjarnan á himninum.
Hann er í krabbamerki, álíka bjartur og björtustu fastastjörnur og er á lofti til morguns.
Mars er kvöldstjarna, daufari en Satúrnus og
rauðleitari. Hann er í nautsmerki, vestar en Satúrnus, álíka bjartur og
Aldebaran, bjartasta fastastjarnan í merkinu.
Merkúríus gæti verið sýnilegur sem kvöldstjarna í byrjun mánaðar, 8
° yfir sjónbaug í vestsuðvestri við myrkur, en hann nálgast sól og dofnar ört.Júpíter kemur upp um eða eftir miðnætti og er á lofti til morguns. Hann er í vogarmerki
og kemst því ekki hátt á himin, en er miklu bjartari en aðrar
stjörnur.
Tákn Júpíters
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 191614
Samtals gestir: 30527
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:44:45