17.12.2005 02:33

BÍTLARNIR vilja 3 milljarða frá EMI

BÍTLARNIR vilja 3 milljarða frá EMI

Þeir Paul McCartney og Ringo Starr hafa nú ákveðið að höfða mál gegn EMI útgáfunni ásamt erfingjum hinna Bítlanna tveggja, þeim John Lennon og George Harrison...

Apple Corps, félag í eigu Bítlanna, krefur EMI um 30 milljónir sterlingspunda í vangoldin höfundarlaun. Þetta eru tæplega 3.5 milljarðar íslenskra króna.

Ákveðið var að fara með málið fyrir dómsstóla í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir að rannsókn sýndi að Bítlarnir ættu inni höfundarlaun hjá EMI. Ekki gekk að semja við EMI um greiðslu vegna þessa og því er málið nú komið fyrir dóm.

16.12.2005 (16:26)
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 191614
Samtals gestir: 30527
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:44:45
Site Meter