12.12.2005 17:23
Foo Fighters stýra BBC 6 Music í dag
Foo Fighters stýra BBC 6 Music í dag
Íslandsvinirnir í Foo Fighters verða í aðalhlutverki á útvarpsstöðinni BBC 6 Music í dag, en þeir fá þá algjöran yfirráðarétt yfir stöðinni og verða að sýna dug sinn og hæfileika í dagskrárgerð. Foo Fighters eru reyndar ekki þeir einu sem fá að ráða gangi mála á stöðinni núna í desember því Kaiser Chiefs og Franz Ferdinand fylgja í kjölfarið. BBC 6 Music hefur látið stjórnina í hendur hljómsveita áður, en sveitirnar Radiohead og Manic Street Preachers stýrðu stöðinni með ágætum árangri í heilan dag í fyrra og hitteðfyrra.
Íslandsvinirnir í Foo Fighters verða í aðalhlutverki á útvarpsstöðinni BBC 6 Music í dag, en þeir fá þá algjöran yfirráðarétt yfir stöðinni og verða að sýna dug sinn og hæfileika í dagskrárgerð. Foo Fighters eru reyndar ekki þeir einu sem fá að ráða gangi mála á stöðinni núna í desember því Kaiser Chiefs og Franz Ferdinand fylgja í kjölfarið. BBC 6 Music hefur látið stjórnina í hendur hljómsveita áður, en sveitirnar Radiohead og Manic Street Preachers stýrðu stöðinni með ágætum árangri í heilan dag í fyrra og hitteðfyrra.
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 191614
Samtals gestir: 30527
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:44:45