06.12.2005 17:07
Útgáfutónleikar NilFisk

Útgáfutónleikar NilFisk
Hljómsveitin NilFisk frá Stokks-Eyrarbakka býður til útgáfutónleika á Draugabarnum á Stokkseyri föstudaginn 9. desember n.k. kl.18:00.
Þar mun hljómsveitin kynna og leika lög af sinum fyrsta geisladiski, "Don´t run after your own apples", sem var að koma út og inniheldur níu frumsamin lög. NilFisk var stofnuð fyrir tæpum þremur árum og hana skipa; Jóhann Vignir Vilbergsson, Eyrarbakka, Víðir Björnsson, Eyrarbakka, Sveinn Ásgeir Jónsson, Stokkseyri og Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Stokkseyri.
Hljómsveitin NilFisk hefur vaxið, dafnað og verið virkir þátttakendur í þeirri miklu mannlífs og menningaruppsveiflu sem verið hefur við Suðurströndina á síðustu misserum.
Allir velkomnir á útgáfutónleikana og enginn aðgangseyrir.
Flettingar í dag: 543
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 4380
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 222425
Samtals gestir: 32582
Tölur uppfærðar: 19.5.2025 07:58:43