01.12.2005 19:17
MEGASUKK og NILFISK með tónleika
Það verða nokkrir tónleikar á dagskrá í Reykjavík í kvöld. Þar á meðal
mun hljómsveitin Nilfisk halda upp á útgáfu sína á Grand Rokk á meðan
Megasukk verða í Stúdentakjallaranum.
Nilfisk varð mjög þekkt hér á landi í kjölfar þess að Foo Fighters, og þá sérstaklega Dave Grohl söngvari og gítarleikari sveitarinnar, fann þá í bílskúr á Stokkseyri. Hann leyfði þeim að hita upp á tónleikum sínum í Laugardalshöll eins og þekkt er orðið og nú eru Nilfisk-menn komnir með plötu. Með þeim í kvöld verða hljómsveitirnar Diagon og Touch.
Megasukk hélt útgáfutónleika sína í gær en í kvöld er ætlunin að troða upp í Stúdentakjallaranum. Þeir verða með nýja plötu sína í farteskinu en hún kom út á dögunum og ber nafnið Hús datt.
Heimild: www.ruv.is

Nilfisk varð mjög þekkt hér á landi í kjölfar þess að Foo Fighters, og þá sérstaklega Dave Grohl söngvari og gítarleikari sveitarinnar, fann þá í bílskúr á Stokkseyri. Hann leyfði þeim að hita upp á tónleikum sínum í Laugardalshöll eins og þekkt er orðið og nú eru Nilfisk-menn komnir með plötu. Með þeim í kvöld verða hljómsveitirnar Diagon og Touch.
Megasukk hélt útgáfutónleika sína í gær en í kvöld er ætlunin að troða upp í Stúdentakjallaranum. Þeir verða með nýja plötu sína í farteskinu en hún kom út á dögunum og ber nafnið Hús datt.
Heimild: www.ruv.is
Flettingar í dag: 2855
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 451
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 246613
Samtals gestir: 33766
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 19:38:35