24.11.2005 15:56
Minnkandi tungl
Minnkandi tungl
Þann 16. nóvember síðastliðinn var fullt tungl. Við erum því á minnkandi tungli um þessar mundir og verðum fram til 1. desember. Þegar þessi grein er skrifuð, 21. nóvember 2005, er þriðji fasinn rúmlega hálfnaður. Myndin sem fylgir greininni er frá NASA og sýnir minnkandi tungl. Til er ágæt regla sem hjálpar okkar að þekkja tunglið, þ.e.a.s. vita hvenær það er vaxandi eða minnkandi, þegar við horfum á það á himni.
Með öðrum orðum, þegar ljósið er hægra megin og myrkrið vinstra megin, þá er tunglið vaxandi. Þegar ljósið er vinstra megin og myrkrið hægra megin þá er það minnkandi, sbr. á myndinni hér til hliðar sem sýnir minnkandi tungl.
Samkvæmt stjörnuspeki er talið að meiri vaxtarkraftur sé í náttúrunni á vaxandi tungli. Tímabil minnkandi tungls er talið innhverfara og betur fallið til ýmis konar hugleiðinga og vangaveltna. Við erum sem sagt á slíku tímabili þegar þessi orð eru rituð. Eftir 1. desember, en þá er aftur nýtt tungl, má búast við að meiri kraftur og "útsókn" færist yfir náttúru og mannlíf.
Heimild: MBL.
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 191614
Samtals gestir: 30527
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 03:44:45