16.11.2005 21:21
Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF
Ágóði rokktónleika rennur til UNICEF
Alls söfnuðust hundrað þúsund krónur til styrktar Barnahjálpar
Sameinuðu þjóðanna á Rokkveislu sem nemendafélag Framhaldsskólans í
Austur-Skaftafellssýslu stóð fyrir um helgina. Nemendur vonast til þess
að söfnunarféð nýtist börnum í neyð víða um heim. Birgir Fannar
Reynisson, formaður nemendafélagsins, segir að skemmtunin hafi heppnast
vel en alls voru 13 hljómsveitir sem spiluðu á Rokkveislunni fyrir um
200 gesti. Hann segir skemmtunina hafa farið vel fram hann hefði þó
viljað sjá fleiri gesti. Nemendafélagið ákvað fyrr í haust að halda
tónleika til styrktar UNICEF og gefa 40% ágóðans til samtakanna. 60%
ágóðans rennur til nemendafélagsins.

Flettingar í dag: 508
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 4380
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 222390
Samtals gestir: 32575
Tölur uppfærðar: 19.5.2025 07:15:56